Ákveðið hefur verið að taka mál Argentínumannsins Carlos Tevez fyrir hjá hæstarétti í Bretlandi miðvikudaginn 22. ágúst, níu dögum áður en leikmannamarkaðinum verður loka, en 1. september verður honum lokað.
Hinn 23 ára gamli framherji hefur hug á að fara til Manchester United og Alex Ferguson er spenntur fyrir að fá hann. West Ham vill hins vegar ekki láta hann fara vegna þess að félagið virðist ekki vera hluti af samningi United og Kia Joorabchian, sem ræður yfir fjárhagslegum réttindum Tevez.
Þegar Tevez og landi hans Javier Mascherano komu til West Ham frá Corinthians í Brasilíu í fyrra voru viðskiptin ekki samkvæmt reglum, þar sem þriðji aðili kom að þeim. West Ham var sektað vegna þessa. Í kjölfarið gerði West Ham nýjan fjögurra ára samning við hann en Joorabchian telur Tevez aðeins með árs samning sem innihaldi grein sem segir að hann geti farið frá félaginu hvenær sem er óski hann þess.