Englandsmeistarar Manchester United töpuðu fyrir Ítalíumeisturum Inter, 2:3, en liðin áttust við í æfingaleik að viðstöddum 73,000 áhorfendum á Old Trafford í kvöld. Bolton skellti hins vegar spænska liðinu Espanyol, 3:0, á heimavelli sínum.
Wayne Rooney kom United yfir en Inter svaraði með þremur mörkum fyrir leikhlé gegn sofandi varnarmönnum United. David Suazo skoraði tvö markanna og Zlatan Ibrahimovic eitt. United náði að laga stöðuna með sjálfsmarki frá Adriano á 58. mínútu. Rio Ferdinand fékk gullið tækifæri til að jafna metin en hann skaut yfir úr upplögðu færi.
Athygli vakti að Sir Alex Ferguson gerði engar breytingar á liði sínu sem var þannig skipað: Van der Sar - Wes Brown, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra - Chris Eagles, Michael Carrick, John O'Shea - Ronaldo, Wayne Rooney, Ryan Giggs.
Lið Inter: J Cesar (Toldo, 76); Maxwell (Fatic, 90), Materazzi (Cesar, 46), Samuel, Chivu; Dacourt (Filicor, 76), Solari (Defenclous), Figo (Jiminez), Stankovic; Ibrahimovic (Adriano, 46), Suazo (Cruz, 60).
Ricardo Vaz skoraði tvö marka Bolton og ellismellurinn Gary Speed skoraði eitt þegar liðið lagði Espanyol, 3:0, á Rebook vellinum. Heiðar Helguson kom inná sem varamaður á 58. mínútu en þurfti að fara útaf fimm mínútum fyrir leikslok.
Blackburn varð að sætta sig við 2:1 fyrir Huddersfild. Jason Roberts skoraði mark Blackburn á lokamínútunni. Roque Santa Cruz, nýjasti leikmaður Blackburn, fylgdist með félögum sínum úr áhorfendastúkunni en Paragvæinn var kynntur til sögunnar hjá Blackburn í gær
Patrick Berger og Gabriel Agbonlahor tryggðu Aston Villa 2:0 útisigur gegn Stoke.
Darren Bent var enn og aftur á skotskónum fyrir Tottenham þegar liðið sigraði Leyton Orient. Bent skoraði eitt mark en hann hefur skorað grimmt fyrir liðið í undirbúningsleikjunum. Jermain Defoe skoraði líka eitt mark en Robbie Keane skoraði tvö mörk í leiknum.
Manchester City hafði betur 2:0 gegn Shrewsbury og komu mörkin á síðustu 10 mínútum leiksins. Bernando Corradi og Paul Dickov gerðu mörkin fyrir City.
Sunderland vann öruggan sigur á Galway United. Michael Chopra, Kieran Richardson, David Connolly og Stern John gerðu mörkin fyrir nýliða Sunderland.
Newcastle tapaði óvænt fyrir Hull, 1:0, og skoraði Dean Marney sigurmarkið á 40. mínútu.