Arsenal hrósaði sigri, 2:1, gegn ítalska liðinu Lazio í fyrsta leiknum á Amsterdam mótinu sem hófst í Hollandi í dag. Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir á 18. mínútu, Pandev jafnaði fyrir Arsenal á 40. mínútu en Króatinn Eduardo da Silva skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik fyrir Lundúnarliðið á 55. mínútu.
Arsenal er þar með komið með 5 stig en gefin eru 3 stig fyrir sigur og eitt stig fyrir hvert mark.
Síðar í kvöld mætast hin tvö liðin á mótinu, Ajax og spænska liðið Atletico Madrid.