Leeds byrjar með 15 stig í mínus

Denis Wise knattspyrnustjóri Leeds.
Denis Wise knattspyrnustjóri Leeds. Reuters

Hið fornfræga félag Leeds United hefur fengið leyfi til að spila í ensku 2. deildinni á komandi leiktíð eftir að það kom fjármálum sínum á hreint en það er háð því að liðið mun hefja leiktíðina með 15 stig í mínus. Leeds hefur glímt við gríðarlega fjárhagserfiðleika og í vor óskaði félagið eftir greiðslustöðvun. Í kjölfarið voru 10 stig dregin af liðinu en það féll úr 1. deildinni.

Forráðamenn Leeds hafa þegar ákveðið að áfrýja þessum úrskurði en stjórn ensku deildarinnar kvað þennan úrskurð upp í dag. Leikmenn Leeds hafa ekki fengið greidd laun sín svo vikum skiptir en forráðamenn félagsins segja að ekki muni líði langur tími til að þeir fái launin sín. Gylfi Einarsson er á mála hjá Leeds en knattspyrnustjóri þess er harðjaxlinn Denis Wise.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka