Baines samdi við Everton til fimm ára

Leighton James ánægður með Everton treyjuna.
Leighton James ánægður með Everton treyjuna. Heimasíða Everton

Everton staðfesti í morgun að það hafi gert samning við bakvörðinn Leighton Baines til fimm ára. Baines kemur til Everton frá Wigan og er þriðji leikmaðurinn sem David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, fær til félagsins í sumar.

Kaupverðið var ekki gefið upp en talið er að það sé um 5,5 milljónir punda, um 700 milljónir króna.

Beines, sem er 22 ára gamall og hefur haldið með Everton frá unga aldri, er þriðji nýji leikmaðurinn í herbúðum Everton en fyrr í sumar fékk Everton Phil Jagielka frá Sheffield United og Steven Pienaar, sem er í láni frá Borussia Dortmund.

,,Ég er mjög ánægður að vera búinn að ganga frá samningi við Everton og ég hlakka mikið til að byrja að æfa og spila með liðinu. Ég held að fólk viti að Everton er það lið sem ég vildi fara til. Ég og mín fjölskylda höfum haldið með Everton alla tíð og það er gott að vera kominn til liðsins," sagði Baines í viðtali við Everton sjónvarpsstöðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert