Heinze ítrekar að hann vilji fara frá United

Gabriel Heinze fagnar marki með Argentínumönnum á dögunum.
Gabriel Heinze fagnar marki með Argentínumönnum á dögunum. Reuters

Argentínumaðurinn Gabriel Heinze sneri aftur til æfinga eftir sumarfrí hjá Manchester United í gær. Eftir hana ræddust þeir Heinze og Sir Alex Ferguson við og þar ítrekaði Argentínumaðurinn ósk sína að hann vilji yfirgefa Manchester United. Liverpool vill kaupa Heinze en Ferguson segir ekki koma til greina að láta hann fara til erkifjendanna.

,,Ég ræddi við þjálfarann og ítrekaði óska mína að fá að fara ef gott tilboð kemur inn á boðið. Í dag er tilboð komið frá Liverpool og það tilboð er að valda vandræðum. Fyrr í sumar hét Manchester United mér því að ég mætti fara ef samningurinn væri góður fyrir báða aðila og nú er komið tilboð frá Liverpool. Ég get svo sem skilið sjónarmið stjórans en ég hef samt látið lögmenn mína skoða málið og nú vil ég bara að þetta leysist sem fyrst," sagði Heinze í viðtali við breska blaðið Daily Mail.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert