Leeds verður að hefja tímabilið í ensku 2. deildinni með mínus 15 stig því félagið tapaði í dag áfrýjunarmáli sínu gegn dómi ensku deildarinnar sem á dögunum kvað upp þann úrskurð að til þess að öðlast keppnisleyfi yrði félagið að hefja leiktíðnina með 15 stig í mínus.
Það voru formenn liðanna í deildarkeppninni sem greiddu atkvæði um áfrýjun Leedsara og varð niðurstaðan sú að yfir 75% þeirra samþykktu áður ákveðna refsingu sem félagið var beitt vegna fjármálaóreiðu.