Liverpool getur á laugardaginn rofið 1000 stiga múrinn takist liðinu að fá stig gegn Aston Villa þegar liðin eigast við á Villa Park, heimavelli Aston Villa. Frá því úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 hefur Liverpool innbyrt 999 stig og er í fjórða sæti.
Englandmeistarar Manchester United tróna í toppnum hvað stigafjölda varðar en United, sem hefur hampað Englandsmeistaratitlinum níu sinnum frá stofnum úrvalsdeildarinnar, hefur hlotið 1.232 stig. Arsenal er í öðru sæti með 1.081 stig og Chelsea í þriðja sæti með 1.013 stig.