Tévez orðinn leikmaður Manchester United

Carlos Tévez er orðinn leikmaður Manchester United.
Carlos Tévez er orðinn leikmaður Manchester United. Reuters

Manchester United hefur loksins náð að ganga endanlega frá samningum við argentínska knattspyrnumanninn Carlos Tévez. Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar lagði í dag blessun sína yfir félagaskipti hans frá West Ham en samkvæmt BBC er væntanlega um tveggja ára lánssamning að ræða. Tévez hefur fengið keppnisleyfi með Manchester United en leikur að öllu óbreyttu ekki með liðinu gegn Reading í fyrstu umferðinni á sunnudaginn.

Samkvæmt BBC er Tévez laus allra mála frá West Ham eftir að umboðsmaður hans og „eigandi" Kia Joorabchian, greiddi West Ham tvær milljónir punda, um 250 milljónir króna.

Talið er líklegast að fyrsti leikur Tévez með Manchester United verði sunnudaginn 19. ágúst þegar liðið sækir granna sína í Manchester City heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert