Gerrard tryggði Liverpool sigur með glæsimarki

Dirk Kuyt og Fernando Torres fagna eftir að Aston Villa …
Dirk Kuyt og Fernando Torres fagna eftir að Aston Villa skoraði sjálfsmark á 31. mínútu. Reuters

Liverpool sigraði Aston Villa á útivelli, 2:1, í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok með glæsilegu skoti, beint úr aukaspyrnu, en Villa hafði jafnað metin aðeins tveimur mínútum áður.

Martin Laursen, varnarmaður Villa, varð fyrir því að spyrna boltanum í eigið mark á 31. mínútu eftir að Dirk Kuyt sendi hann út í markteiginn frá endalínu.

Gareth Barry jafnaði fyrir Villa fimm mínútum fyrir leikslok úr vítaspyrnu eftir að Jamie Carragher handlék knöttinn í vítateig Liverpool.

Tveimur mínútum síðar skoraði Gerrard glæsimark fyrir Liverpool, beint úr aukaspyrnu, og tryggði liði sínu dýrmæt þrjú stig á Villa Park.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert