Curbishley: Gríðarlega vonsvikinn

Richard Dunne skallar frá marki Manchester City en Luis Boa …
Richard Dunne skallar frá marki Manchester City en Luis Boa Morte sækir að honum. Reuters

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, segir að hann hafi orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með frammistöðu liðsins í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í gær. West Ham tapaði þá fyrir Manchester City, 0:2, á heimavelli sínum, Upton Park.

„Ég er gríðarlega vonsvikinn. Þetta var ótrúlega slöpp frammistaða í fyrsta leik á nýju tímabili. City byrjaði vel, skoraði snemma og varðist síðan vel og við áttum engin svör við því.

Ef Robert Green í markinu er undanskilinn getur enginn af mínum leikmönnum sagt við sjálfan sig að hann hafi skilað sínu," sagði Curbishley.

Sven-Göran Eriksson var að vonum ánægður með sitt lið en hann stýrði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni: „Ég er hæstánægður. Það er virkilega gott að fá þrjú stig í fyrsta leiknum sínum á útivelli í þessari deild. Við lékum oft mjög góðan fótbolta, ekki allan tímann því við áttum erfiða kafla, en við byrjuðum vel og spiluðum vel síðustu 15 mínúturnar.

Ef við lítum á stigin, þá er þetta fullkomin byrjun en við látum þetta ekki stíga okkur til höfuðs," sagði Eriksson. Tveir af nýju mönnunum sem hann keypti, Rolando Bianchi og Geovanni, skoruðu mörkin.

Liðin voru þannig skipuð:

West Ham: Green, Spector, Ferdinand, Upson, McCartney (Ashton 63), Ljungberg, Bowyer (Mullins 46), Noble, Boa Morte (Etherington 46), Zamora, Bellamy.
Varamenn: Wright, Gabbidon.

Man City: Schmeichel, Richards, Corluka (Onuoha 62), Dunne, Garrido, Elano (Geovanni 80), Hamann, Johnson, Petrov, Ireland, Bianchi (Bojinov 61).
Varamenn: Hart, Gelson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert