Ívar Ingimarsson orðaður við Fulham

Ívar Ingimarsson er orðaður við Fulham í dag.
Ívar Ingimarsson er orðaður við Fulham í dag. Reuters

Samkvæmt enskum netmiðlum í dag hefur Lawrie Sanchez, knattspyrnustjóri Fulham, mikinn hug á að fá Ívar Ingimarsson, miðvörð Reading, í sínar raðir, og gæti látið varnarmanninn Leroy Rosenoir fara til Reading í staðinn fyrir Íslendinginn.

Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, er sagður hafa mikinn áhuga á Rosenoir, sem er leikmaður enska 21-árs landsliðsins. Ívar hefur hinvegar verið í lykilhlutverki í liði Reading undanfarin ár og ekki misst úr leik í hálft þriðja ár svo það verður að teljast ólíklegt að Coppell hafi nokkurn áhuga á þessum leikmannaskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert