Segir launakröfur Eiðs Smára háar

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Reuters

Breska götusölublaðið Daily Mirror segir að launakröfur Eiðs Smára Guðjohnsens, leikmanns Barcelona, séu svo háar að bresk knattspyrnulið, sem ella hefðu áhuga á að fá hann í sínar raðir, haldi að sér höndum.

Blaðið segir að nokkur ensk lið, þar á meðal West Ham og Middlesbrough og jafnvel Blackburn, hafi sýnt Eiði Smára áhuga eftir að í ljós kom að kaupverðið væri um 6,7 milljónir punda, jafnvirði um 900 milljóna króna. Eiður setji hins vegar um 100 þúsund punda laun á viku, jafnvirði 13,3 milljóna króna. Þetta sé hærra en bresku liðin ráði við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert