Daniel Alves til Chelsea fyrir 3,2 milljarða

Alves varð Ameríkumeistari með Brasilíu í síðasta mánuði.
Alves varð Ameríkumeistari með Brasilíu í síðasta mánuði. Reuters

Spænskir fjölmiðlar fullyrða í dag að enska knattspyrnuliðið Chelsea hafi náð samkomulagi við spænska liðið Sevilla um kaup á brasilíska varnarmanninum Daniel Alves fyrir 32 milljónir evra , eða tæplega 2,9 milljarða króna. Sú upphæð hækkar um fjórar milljónir evra ef gengi Chelsea verður nægilega gott. Að sögn vefmiðils spænska blaðsins AS er nú aðeins beðið eftir að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, samþykki kaupin.

Alves, sem er 25 ára, kom til Sevilla frá Bahia í Brasilíu fyrir eina milljón evra árið 2002. Hann hefur lengi verið undir smásjá Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, og á síðustu vikum ósjaldan verið orðaður við liðið. Samningur hans við Chelsea er sagður vera til fjögurra ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert