Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1:1, í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en hann fór fram á Anfield, heimavelli Liverpool. Chelsea er í öðru sæti eftir þrjár umferðir með 7 stig en Liverpool hefur leikið tvo leiki og er með fjögur stig.
Liverpool komst yfir á 16. mínútu þegar Steven Gerrard átti frábæra sendingu innfyrir vörn Chelsea á Fernando Torres sem skoraði úr þröngu færi, 1:0, renndi boltanum framhjá Petr Cech í stöngina og inn.
Staðan í hálfleik var 1:0 eftir mikla baráttu en ekki mörg marktækifæri.
Chelsea fékk vítaspyrnu á 61. mínútu þegar Florent Malouda féll í vítateig Liverpool. Frank Lampard tók spyrnuna og skoraði af öryggi, 1:1.
Lið Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Agger, Arbeloa, Pennant, Gerrard Alonso, Riise, Torres, Kuyt.
Varamenn: Itandje, Hyypiä, Crouch, Babel, Mascherano.
Lið Chelsea: Cech, Wright-Phillips, Ben-Haim, Terry, A.Cole, Kalou, Lampard, Essien, Malouda, Mikel, Drogba.
Varamenn: Cudicini, Makelele, J.Cole, Pizarro, Alex.