Manchester-slagurinn og stórleikur í Liverpool

Lið Manchester City hefur farið vel af stað og hér …
Lið Manchester City hefur farið vel af stað og hér fagna leikmennirnir sigurmarkinu gegn Derby í vikunni. Reuters

Grannliðin og erkifjendurnir Manchester City og Manchester United mætast í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Síðan tekur Blackburn á móti Arsenal og loks eigast við Liverpool og Chelsea sem hafa eldað grátt silfur saman á hinum ýmsu vígstöðvum síðustu árin.

Manchester City teflir væntanlega fram óbreyttu liði eftir að hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni, gegn West Ham og Derby. Hinn tvítugi Kasper Schmeichel verður áfram í markinu.

Hjá United tekur Cristiano Ronaldo út fyrsta leikinn í þriggja leikja banni og þeir Wayne Rooney, Owen Hargreaves, Louis Saha og Gary Neville eru allir frá vegna meiðsla. Leikurinn hefst kl. 12.30.

Útlit er fyrir að Eduardo leiki sinn fyrsta leik með Arsenal, sem missti Tomas Rosicky og Emmanuel Eboue í meiðsli í vikunni. Tvísýnt er hvort Benni McCarthy leiki með Blackburn eftir að hafa rotast um síðustu helgi. Leikurinn hefst kl. 14.00.

Steven Gerrard spilar með Liverpool gegn Chelsea þrátt fyrir brákaða tá og John Terry kemur inní hóp Chelsea í fyrsta sinn á tímabilinu. Hjá Chelsea vantar hinsvegar m.a. miðvörðinn öfluga Ricardo Carvalho sem er meiddur í læri. Leikurinn hefst kl. 15.00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert