Makelele framlengir samninginn við Chelsea

Claude Makelele, fremstur til vinstri, fagnar sigri Chelsea í bikarkeppninni …
Claude Makelele, fremstur til vinstri, fagnar sigri Chelsea í bikarkeppninni í vor. Reuters

Claude Makelele, sá reyndi franski knattspyrnumaður, hefur framlengt samning sinn við enska félagið Chelsea til vorsins 2009. Fyrrverandi samningur hans átti að renna út næsta vor en Makelele verður 36 ára gamall þegar sá nýi fellur úr gildi.

Makelele er einn af reyndustu miðjumönnunum í ensku knattspyrnunni, þrautreyndur landsliðsmaður Frakka, og hefur verið í lykilhlutverki hjá Chelsea, sem varnartengiliður, síðan hann var keyptur frá Real Madrid sumarið 2003, og tekið virkan þátt í sigurgöngu liðsins undir stjórn Josés Mourinhos. Þar á undan spilaði Makelele með Nantes, Marseille og Celta Vigo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert