Chelsea er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar en eftir sigur liðsins á Portsmouth og tap Manchester City gegn Arsenal er Chelsea með eins stigs forskot á Manchester City.
Frank Lampard skaut Chelsea á toppinn en hann skoraði eina mark leiksins gegn Portsmouth undir lok fyrri hálfleiks með föstu skoti. Þetta var 65. leikur Chelsea í röð án taps á heimavelli í úrvalsdeildinni. Hermann Hreiðarsson lék allan tímann í vörn Portsmouth og var hársbreidd frá því að jafna metin undir lokin en Ashley Cole bjargaði kollspyrnu Hermanns af stuttu færi af marklínu.
Arsenal stöðvaði sigurgöngu Manchester City. Arsenal bar sigurorð af Manchester City, 1:0, og skoraði Cesc Fabregas sigurmarkið undir lok leiksins. Skömmu áður hafði danski markvörðurinn Kasper Schmeichel varið vítaspyrnuy frá Robin Van Persie.
Bolton innbyrði sín fyrstu sig þegar liðið vann öruggan sigur á Íslendingaliðinu Reading. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan tímann fyrir Reading en Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi Bolton.
Fylgst var með leikjunum í beinni textalýsingu á mbl.is.
89. Shaun Maloney var að koma Aston Villa yfir gegn Fulham á Villa Park og tryggja sínum mönnum sigur.
88. Bolton er komið í 3:0 gegn Reading á Reebok. Norski landsliðsmaðurinn Daniel Braaten skoraði þriðja markið, hans fyrsta fyrir Bolton sem er að innbyrða sín fyrstu stig í deildinni.
81. Lee Bowyer var ekki lengi að jafna metin fyrir West Ham gegn Wigan á Upton Park. Bowyer, sem kom inná á 65. mínútu, skoraði með föstu skoti úr vítateignum.
80. Austurríkismaðurinn Paul Scharner kemur Wigan yfir gegn West Ham á Upton Park.
80. Arsenal var að komast yfir gegn Manchester City. Cesc Fabregas skoraði með þrumfleyg úr vítateignum og þar með hefur Kasper Schmeichel fengið á sig fyrsta markið í úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Brasilíumaðurinn Juliano Belletti er kominn inná í liði Chelsea gegn Portsmouth á Stamford Bridge. Chelsea er 1:0 yfir og það stefnir í að liðið leiki sinn 65. leik í röð án taps í úrvalsdeildinni á Stamford Bridge.
67. Kasper Schmeichel markvörður Manchester City ver vítaspyrnu frá Robin Van Persie í leik Arsenal og Manchester City á Emirates State.
63. Cameron Jerome er búinn að koma Birmingham aftur yfir gegn Derby á Pride Park, heimavelli Derby.
55. Bolton er á góðri leið með að innbyrða sín fyrstu stig. Frakkinn Nicoals Anelka var að koma sínum mönnum í 2:0 gegn Reading með skoti úr miðjum vítateig Reading.
52. Í nýliðaslagnum hefur Derby jafnað metin gegn Birmingaham. Matt Oakley skoraði markið með viðstöðulausu skoti.
51. Aston Villa er búið að jafna metin gegn Fulham á heimavelli sínum og var framherjinn Ashley Young þar af verki.
33. Gary Speed er búinn að koma Bolton yfir gegn Reading. Bolton er á botninum, eitt og yfirgefið án stiga.
30. Frank Lampard kemur Chelsea yfir gegn Portsmouth með föstu skoti. Markið kemur nokkuð gegn gangi leiksins.
25. Arsenal þarf að gera breytingu á liði sínu. Bacary Sagna fer meiddur af velli og Denilson kemur inná. Mathieu Flamini tekur stöðu Sagna í bakverðinum.
Leeds var að vinna góðan útisigur á Nottinham Forest, 1:2, í 2. deildinni. Jermaine Beckford skoraði sigurmarkið einni mínútu fyrir leikslok. Leeds, sem hóf tímabilið með mínus 15 stig, er nú með 7 í mínus.
Portsmouth á í fullu tré við Chelsea á Stamford Bridge. Minnstu munaði að Kanu tækist að skora á 20. mínútu en varnarmenn Chelsea náðu að bjarga á síðustu stundu. Chelsea hefur ekki tapað deildarleik á Stamford í 64 leikjum í röð 6. Bandaríski landsliðsmaðurinn Clint Dempsey kemur Fulham yfir gegn Aston Villa á Villa Park.
1. Cameron Jerome er búinn að koma Birmingham yfir gegn Derby á útivelli í viðureign nýliðanna.