Meiðsli í herbúðum Liverpool

Jamie Carragher varnarmaðurinn öflugi í liði Liverpool.
Jamie Carragher varnarmaðurinn öflugi í liði Liverpool. Reuters

Varnarmennirnir Jamie Carragher og Sami Hyypia í liði Liverpool munu að öllum líkindum missa af síðari viðureign Liverpool og franska liðsins Tolouse í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á þriðjudag vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í leiknum við Sunderland í dag.

Carragher er huganlega rifbeinsbrotinn og talið er að Hyypia hafi nefbrotnað en báðir þurftu þeir að yfirgefa völlinn, Hyypia eftir 15 mínútur og Carragher á 75. mínútu.

,,Sami missti talsverða sjón á vinstra auga og er líklega nefbrotinn og Jamie var mjög kvalinn," sagði Rafel Benítez knattspyrnustjóri Liverpool. Ekki er víst hvort fyrirliðinn Steven Gerrard verði klár í slaginn en hann lék ekki með gegn Sunderland í dag vegna tábrots.

Liverpool vann fyrri leikinn gegn Tolouse á útivelli í síðustu viku með marki frá Andrej Voronin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka