Liverpool vann verðskuldaðan 2:0 sigur á nýliðum Sunderland á Leikvangi ljóssins í Sunderland í dag. Mohamed Sissoko skoraði fyrra markið með þrumuskoti utan teigs á 36. mínútu og Andrej Voronin bætti við öðru á 83. mínútu með föstu skoti eftir vel útfærða sókn Liverpool.
Liverpool réði lögum og lofum á vellinum lengst af leiksins og aðeins frábær markvarsla skoska landsliðsmarkvarðarins Craig Gordon kom í veg fyrir að sigur Liverpool yrði ekki stærri en í þrígang tókst honum til að mynda að verja skot frá Fernando Torres úr góðum færum.
Liverpool er með 7 stig eftir þrjá leiki en Sunderland 4 stig eftir fjóra leiki.