Hrekkur United í gang? Viduka mætir gömlu félögunum

Rygan Giggs í baráttu við tvo leikmenn Tottenham í viðureign …
Rygan Giggs í baráttu við tvo leikmenn Tottenham í viðureign liðanna á Old Trafford í fyrra. Reuters

Tveir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag. Klukkan 12.30 mætast grannliðin úr norður Englandi Middlesbrough og Newcastle á Riverside og klukkan 15 taka Englandsmeistarar Manchester United á móti Tottenham á Old Trafford.

Manchester United er fyrir leiki dagsins í næst neðsta sæti og hefur ekki byrjað ver í úrvalsdeildinni síðan 1992-93. United hefur 2 stig en Tottenham hefur stigi meira. Tapi United í dag verður það versta byrjun liðsins í deildinni undir stjórn Fergusons.

Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og Gary Neville verða allir fjarri góðu gamni í liði United en talið er líklegt að Louis Saha og Anderson verði í leikmannahópnum. Hjá Tottenham eru Benoit Assou-Ekotto, Michael Dawson, Younes Kaboul, Ledley King og Aaron Lennon á sjúkralistanum.

,,Við munum vinna þennan leik. Ég er alveg sannfærður um það. Það er ekki spurning að leikmenn Tottenham munu koma ákveðnir til leiks, staðráðnir í að bakka upp sinn knattspyrnustjóra en okkur hungrar í sigur og með þá hæfileika sem eru til staðar hjá mínum leikmönnum þá tekst okkur að komast á sigurbraut," segir Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.

Tölfræðin er ekki með Tottenham en liðið hefur aldrei hrósað sigri á United á Old Trafford í úrvalsdeildinni. Liðin skildu jöfn, 1:1, á Old Trafford á síðustu leiktíð og jafnaði Jermaine Jenas metin með glæsilegri aukaspyrnu.

Á Riverside í Middlesbrough munu flestra augu verða á ástralska framherjanum Mark Viduka sem yfirgaf Middlesbrough og grekk til liðs við erkifjendurna í Newcastle í sumar.

Jonathan Woodgate er enn frá í liði Boro vegna meiðsla, Mido er tæpur sem og Andrew Taylor og Luke Young. Hjá Newcastle eru Shay Given, Celestine Babayaro, Joey Barton og Damien Duff en Michael Owen er orðinn leikfær.

,,Stuðningsmenn Newcastle eiga eftir að sjá það besta til mín og vonandi verður það í þessum leik. Ég átti frábæran tíma hjá Middlesbrough og ef mér tekst að skora á Riverside þá kem ég ekki til með að fagna því neitt mikið," segir Mark Viduka sem væntanlega mun fá nokkur pú hjá stuðningsmönnum Middlesbrough.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert