Englandsmeistarar Manchester United innbyrtu sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar þeir lögðu Tottenham, 1:0. Portúgalinn Nani skoraði eina mark leiksins með þrumuskoti á 68. mínútu. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.
Howard Webb hefur flautað til leiksloka. Manchester United hafði betur, 1:0. Tottenham veitt meisturunum svo sannarlega harða keppni og mátti ekki miklu muna að Tottenham færi með eitt eða fleiri stig frá Old Trafford. Með sigrinum fór United úr 19. sæti upp í 7. sætið.
77. United gerir breytingu. Carlos Tevez fer af velli og Darren Fletcher leysir hann af hólmi.
76. Tottenham gerir tvöfalda skiptinu. Jermain Defoe og Adel Tarrabt koma inná fyrir Lee og Robbie Keane.
68. Manchester United er komið yfir gegn Tottenham á Old Trafford. Portúgalinn Nani skoraði með glæsilegu skoti utan vítateigs. Fyrsta mark Nani í úrvaldeildinni.
Tottenham gerir harða hríð að marki Manchester United og í tvígang bjarga leikmenn United á marklínu, fyrst Rio Ferdinand og síðan Wes Brown. Leikmenn Tottenham heimta vítaspyrnu og telja að Brown hafi bjargað með hendi en Howard Webb dómari er ekki á sama máli.
57. Manchester United gerir breytingu á liði sínu. Michael Carrick fer af velli og í stað hans kemur inn ungi Chris Eagles.
Tottenham hefur byrjað seinni hálfleikinn líkt og liðið gerði í byrjun leiks og minnstu mátti muna að Rocha skoraði en skalli hans úr góðu færi fór framhjá.
Howard Webb hefur flautað til leikhlés á Old Trafford. Tottenham byrjaði leikinn vel en síðasta hálftímann réði United ferðinni en hefur ekki tekist að brjóta á bak aftur vörn Tottenham.
Manchester United er að þyngja sókn sína eftir rólega byrjun. Paul Robinson gerði vel þegar hann varði skot frá Rio Ferdinand af stuttu færi og Michael Carrick átti þrumskot sem sleikti markstöngina.
Tottenham hefur byrjað af krafti gegn Manchester United á Old Trafford. Minnstu munaði að Robbie Keane skoraði eftir aðeins 22 sekúndur en skot hans fór í slá og yfir.
Byrjunarliðin eru klár og eru þannig skipuð:
Man.Utd: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Hargreaves, Scholes, Carrick, Nani, Giggs, Tevez. Varamenn: Kuszczak , O'Shea, Eagles, Fletcher, Dong.
Tottenham: Robinson, Chimbonda, Gardner, Lee, Bales, Rocha, Huddlestone, Jenas, Malbranque, Berbatov, Keane. Varamenn: Cerny, Stalteri, Taarabt, Zokora, Defoe.