Stórsigur hjá Liverpool

Sami Hyypia lét nefbrot ekki aftra sér frá því að …
Sami Hyypia lét nefbrot ekki aftra sér frá því að skora eitt af mörkum Liverpool í kvöld. Reuters

Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar liðið sigraði franska liðið Toulouse, 4:0, og 5:0, samanlagt en liðin áttust við á Anfield. Dirk Kuyt skoraði tvö markanna og þeir Peter Crouch og Sami Hyypia gerðu sitt markið hver.

Liverpool, sem tapaði í úrslitaleik fyrir AC Milan í Meistaradeildinn í maí, hafði tögl og hagldir nær allan tímann. Crouch skoraði fyrsta markið á 19. mínútu með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Dirk Kuyt. Hyypia skoraði annað markið með skalla á 49. mínútu eftir hornspyrnu og Kuyt átti lokaorðið þegar hann skoraði tvö mörk á síðustu þremur mínútunum.

Þá komst Rangers áfram eftir markalaust jafntefli við Rauðu Stjörnuna og verða Liverpool og Rangers í pottinum þegar dregið verður í riðlana á fimmtudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert