Vandræðalaust hjá Arsenal

Cesc Fabregas skoraði annað mark Arsenal í kvöld.
Cesc Fabregas skoraði annað mark Arsenal í kvöld. Reuters

Arsenal átti ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar liðið sigraði Spörtu Prag frá Tékklandi, 3:0, á Emirates Stadium í kvöld og samanlagt, 5:0.

Tomas Rosicky skoraði fyrsta markið á 7. mínútu, Francesc Fabregas, sem kom inná á 68. mínútu bætti við öðru á 82. mínútu og Da Silva Eduardo innsiglaði öruggan sigur Lundúnarliðsins á 89. mínútu.

Þar með verða fjögur ensk lið, Arsenal, Liverpool, Chelsea og Manchester United, í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlana en 32 lið verða dregin í átta riðla.

Liðin sem tryggðu sér í kvöld sæti í riðlakeppninni voru: Benfica, Dynamo Kiev, Fenerbache, Besiktas, Steaua Búkarest, Werder Bremen, Shaktar, Slavia Prag, Valencia og Celtic sem hafði betur gegn Spartak Moskva í vítaspyrnukeppni 4:3 en staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 1:1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert