Diarra frá Chelsea til Arsenal

Lassana Diarra er kominn í raðir Arsenal frá Chelsea.
Lassana Diarra er kominn í raðir Arsenal frá Chelsea. Reuters

Franski miðjumaðurinn Lassana Diarra hafði í kvöld vistaskipti frá bikarmeisturum Chelsea til Arsenal. Þessi 22 ára gamli Frakki, oft nefndur litli Makelele, sem einnig getur leikið í stöðu hægri bakvarðar skrifaði undir langtímasamning við Arsenal en Arsene Wenger knattspyrnustjóri félagsins hefur lengi haft augastað á leikmanninum.

,,Ég ber mikla virðingu fyrir Arsene Wenger og ég hef hrífst af þeim fótbolta sem lið Arsenal spilar. Ég er afar spenntur að koma til Arsenal og vonandi get ég lagt mitt af mörkum svo að Arsenal vinni titla í framtíðinni," sagði Diarra eftir að hafa gengið frá samingi við Arsenal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert