Murphy og Kuqi til Fulham

Danny Murphy er kominn til Fulham í láni frá Tottenham.
Danny Murphy er kominn til Fulham í láni frá Tottenham. Reuters

Fulham lét mikið til sín taka á leikmannamarkaðnum í dag og kvöld en félagaskiptaglugganum var lokað klukkan 23 að íslenskum tíma. Fulham samdi seint í kvöld við Tottenham um að fá miðjumanninn Danny Murphy að láni í eitt ár og þá er framherjinn Shefki Kuqi kominn til liðs frá Crystal Palace.

Murphy er þrítugur miðjumaður sem gerði garðinn frægan hjá Liverpool sem hann lék með á árunum 1997-2004. Frá Liverpool fór hann til Crewe, síðan til Charlton og loks til Tottenham. Hann á 9 landsleiki að baki fyrir England og skoraði í þeim eitt mark.

,,Murphy er reynslumikill leikmaður sem hefur leikið fyrir England og verður okkur án efa góður liðsstyrkur. Hann hefur margt til brunns að bera. Hann hefur góða sendingagetu og getur skorað mörk," segir Lawrie Sanchez knattspyrnustjóri Fulham.

Kuqi kemur til Fulham í láni frá Crystal Palace og gildir samningurinn fram til áramóta. Honum er ætlað að fylla skarð Bandaríkjamannsins Brian McBride sem verður frá keppni til áramóta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert