Íslendingafélagið West Ham lét sér ekki nægja að fá til sín miðjumanninn Nolbert Solano frá Newcastle í gær því skömmu fyrir miðnætti, rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði, fékk félagið senegalska sóknarmanninn Henri Camara að láni frá Wigan til eins árs.
Camara, sem er þrítugur að aldri, gekk í raðir Wigan árið 2005 og hefur skorað 18 mörk í 52 deildarleikjum fyrir liðið. Hvorki hann né Solano mun þó geta spilað með West Ham í leiknum við Reading í dag, laugardag.