Saha tryggði Man.Utd. sigur

Louis Saha tryggði Manchester United nauman sigur á Sunderland.
Louis Saha tryggði Manchester United nauman sigur á Sunderland. Reuters

Manchester United bar sigurorð af nýliðum Sunderland, 1:0, á Old Trafford í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Frakkinn Louis Saha skoraði sigurmarkið á 71. mínútu með skalla eftir hornspyrnu en Saha kom inná í hálfleik og lék sinn fyrsta leik á tímabilinu.

Manchester United hefur 8 stig í 5.-6. sæti en Liverpool, Chelsea og Everton eru efst með 10 stig.

Fylgst var með gangi mála í textalýsingu á mbl.isþ

71. Louis Saha kemur Manchester United yfir með skalla eftir hornspyrnu frá Nani. Saha er að spila sinn fyrsta leik fyrir United á leiktíðinni en hann er nýstiginn upp úr meiðslum.

Sóknir Manchester United eru farnar að þyngjast gegn Sunderland. Louis Saha hefur hleypt nýju í leik meistaranna og minnstu munaði Frakkanum tækist að skora en aðeins frábær markvarsla Gordons í marki gestanna kom í veg fyrir mark.

Sir Alex Ferguson gerir breytingu á liði sínu í hálfleiknum. Anderson fer af velli og í hans stað er kominn Louis Saha.

Búið er að flauta til hálfleiks á Old Trafford. Staðan er 0:0. Manchester United hefur ráðið ferðinni frá fyrstu mínútu en hefur ekki tekist að finna glufur á fjölmennum og sterkum varnarmúr Sunderland-liðsins. Paul Scholes komst næst því að skora fyrir heimamenn en þrumuskot hans utan teigs fór rétt framhjá.

Chris Eagles og Brasilíumaðurinn Anderson eru í byrjunarliði Manchester United sem leikur án Ryan Giggs, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo. Louis Saha er á varamannabekknum hjá United en hann hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins fram til þessa á tímabilinu.

Fyrir leikinn var Ole Gunnar Solskjær hylltur af stuðningsmönnum Manchester United. Norðmaðurinn var kallaður fram á völlinn og honum þakkað fyrir framlag sitt til liðsins á síðustu 11 árum en Solskjær tilkynnti í vikunni að hann hefði ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna vegna meiðsla.

Loius Saha skoraði mark Manchester United.
Loius Saha skoraði mark Manchester United. AP
Paul Scholes er í liði Manchester United.
Paul Scholes er í liði Manchester United. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert