Lescott í enska landsliðið

Joleon Lescott er kominn í enska landsliðið.
Joleon Lescott er kominn í enska landsliðið. AP

Joleon Lescott varnarmaður í liði Everton hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ísraelsmönnum og Rússum í undankeppni Evrópumótsins. Lescott tekur sæti Sol Campbells sem er meiddur en hann dró sig út úr hópnum í gær.

Lescott er 25 ára gamall sem hefur átt góðu gengi að fagna með Everton-liðinu en þessi öflugi varnarmaður tryggði liði sínu sigurinn gegn Bolton á laugardaginn með sínu öðru marki á tímabilinu.

Lescott hefur aldrei leikið með enska A-landsliðinu en hann lék með U21 árs landsliðinu sinn fyrsta leik fyrir fimm árum. Lescott kom til Everton frá Úlfunum í júní á síðasta ári og var útnefndur besti leikmaður liðsins af leikmönnum á síðustu leiktíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert