Shevchenko undrandi á Mourinho

Andriy Shevchenko í leik með Chelsea gegn Aston Villa á …
Andriy Shevchenko í leik með Chelsea gegn Aston Villa á síðustu leiktíð. AP

Andriy Shevchenko framherji Chelsea segist vera undrandi á því hvers vegna knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hafi ekki gefið sér tækifæri í leikjum Chelsesa á tímabilinu. Shevchenko hefur ekkert leikið með bikarmeisturunum á leiktíðinni en hann lék góðgerðarleik í Úkraínu í vikunni og skoraði í þeim leik.

,,Ég veit ekki af hverju Mourinho hefur ekki teflt mér fram en ég er ekkert áhyggjufullur. Ég mun bara bíða eftir mínu tækifæri," segir Úkraínumaðurinn.

Shevchenko, sem er 30 ára gamall, var keyptur fyrir metfé frá AC Milan í fyrrasumar en Chelsea pungaði út 30 milljónum punda, 3,9 milljörðum íslenskra króna. Úkraínumaðurinn, sem sló í gegn með AC Milan, átti erfitt með að fóta sig í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og náði aðeins að skora 14 mörk í 51 leik liðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert