Torres klár í slaginn gegn Íslendingum

Fernando Torres fagnar marki með spænska landsliðinu á HM í …
Fernando Torres fagnar marki með spænska landsliðinu á HM í fyrra. Reuters

Fernando Torres framherji Liverpool verður klár í slaginn gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum á laugardagskvöld. Torres varð fyrir meiðslum á æfingu Spánverja í gær eftir að hann lenti í samstuði við David Albelda en læknar landsliðsins sögðu að meiðslin væru minniháttar.

,,Ég verð tilbúinn að spila leikina á móti Íslandi og Lettlandi. Ég fékk högg á hnéð og varð aumur í því en þetta eru minniháttar meiðsli að sögn læknisins," sagði Torres við fréttamenn í gærkvöld.

Torres, sem hefur farið vel af stað með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, verður væntanlega í fremstu víglínu Spánverja á Laugardalsvellinum en þessi 23 ára gamli leikmaður hefur leikið 41 landsleik og skorað í þeim 14 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert