Wenger samþykkir að gera nýjan þriggja ára samning

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur samþykkt að gera nýjan þriggja ára samning við Lundúnarliðið samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins, BBC. Búist er við því að Wenger undirriti samninginn fyrir helgi en talið er að hann fá 4 milljónir punda í laun á ári eða sem svarar 522 milljónum króna.

Núgildandi samningur Wengers við Arsenal rennur út næsta vor en Frakkinn, sem er 57 ára gamall, hefur verið stjórnvölinn hjá Lundúnarliðinu frá árinu 1996. Wenger er að byggja upp enn eitt liðið hjá Arsenal en í ár teflir hann fram ungu og stórskemmtilegu liði sem hefur farið vel af stað í haust og er til alls líklegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert