Arsene Wenger er búinn að rita nafn sitt undir nýjan samning við Arsenal og gildir samningurinn til ársins 2011. Þar með hefur óvissunni um framtíð Wengers verið eytt en samningur hans við Lundúnarliðið átti að renna út eftir þessa leiktíð.
,,Hjarta mitt er bundið þessu félagi og það var alltaf ætlun mín að gera nýjan samning," segir Wenger sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal frá árinu 1996 og hefur náð frábærum árangri með liðið.
Mikil óvissa hefur ríkt um framtíð Wengers og eftir eftir að David Dein varaforseti félagsins og Thierry Henry yfirgáfu félagið í sumar var allt eins búist við því að Wenger segði skilið við Arsenal eftir tímabilið.
,,Arsenal á stóran part í mínu lífi. Hér líður mér vel og vil vera áfram. Nú stendur yfir uppbygging á góðu liði sem ég vænti að verði sigursælt á komandi árum," segir Wenger.
Talið er að nýji samningurinn tryggði Wenger 4 milljónir punda í árslaun, 522 milljónir króna.
Peter Hill-Wood stjórnarformaður Arsenal fagnar því mjög að Wenger hafi gert nýjan samning. ,,Þetta er frábærar fréttir. Með Arsene við stjórnvölinn þá eru bjartir tímar fram undan hjá félaginu, sagði Hill-Wood.