Carragher aftur af stað

Jamie Carragher er á góðum batavegi.
Jamie Carragher er á góðum batavegi. Reuters

Jamie Carragher varnarmaðurinn öflugi hjá Liverpool er byrjaður að æfa aftur eftir að hafa rifbeinsbrotnað í leiknum gegn nýliðum Sunderland í síðasta mánuði. Carragher vonast til þess að verða valinn í leikmannahóp liðsins sem mætir Hermanni Hreiðarssyni og félögum hans í Portsmouth á Fratton Park um næstu helgi.

,,Við verðum að fara gætilega með Carragher og munum sjá til þegar á líður á vikuna hvernig hann hefur það. Hann er byrjaður að hlaupa og mun í vikunni taka þátt í æfingunum en það er oft snemmt að segja til um það hvort hann geti verið með um næstu helgi," segir Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool á vef félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert