Rooney með Man.Utd strax um næstu helgi?

Wayne Rooney virðist jafna sig hraðar af meiðslum en flestir …
Wayne Rooney virðist jafna sig hraðar af meiðslum en flestir aðrir. Reuters

Wayne Rooney er á hröðum batavegi eftir að hafa brotið bein í fæti á fyrsta leikdegi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í síðasta mánuði og nú er jafnvel talið mögulegt að hann verði í leikmannahópi Manchester United á laugardaginn kemur þegar liðið mætir Everton í deildinni.

Gert hafði verið ráð fyrir tveggja mánaða fjarveru og Rooney yrði ekki leikfær fyrr en um miðjan október en nýjustu myndatökur sýna að brotið hefur gróið mun hraðar en áætlað var. Nái Rooney ekki leiknum við Everton eru góðar líkur á þátttöku hans í fyrsta leik United í Meistaradeild Evrópu, gegn Sporting Lissabon á miðvikudaginn í næstu viku, og svo stórleiknum gegn Chelsea þann 23. september.

Rooney missti af landsleikjum Englands gegn Ísrael og Rússlandi vegna meiðslanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert