Alonso spilaði gegn Crewe í stað Lettlands

Xabi Alonso, til hægri, skoraði gegn Crewe.
Xabi Alonso, til hægri, skoraði gegn Crewe. Reuters

Xabi Alonso, leikmaður Liverpool, átti að spila með spænska landsliðinu gegn Lettlandi í undankeppni EM í kvöld. En augnabliks reiði á Laugardalsvellinum síðasta laugardagskvöld varð til þess að í stað þess að hlaupa inná troðfullan völl í Oviedo í spænska landsliðsbúningnum spilaði hann gegn Crewe Alexandra fyrir luktum dyrum í gær.

Alonso, sem fékk rauða spjaldið í landsleiknum fyrir að stíga á Arnar Þór Viðarsson, er í leikbanni í kvöld og fór því beint til Englands eftir leikinn á Laugardalsvellinum en ekki til Spánar með félögum sínum.

Hann var í sterku varaliði Liverpool sem vann Crewe 2:1 í gær, ásamt m.a. Yossi Benayoun, Jermaine Pennant, Mohammed Sissoko, Alvaro Arbeloa, Lucas Leiva og Fabio Aurelio.

Það voru smá sárabætur fyrir Alonso að hann náði að skora mark gegn Crewe en hitt mark Liverpool skoraði Ray Putterill.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert