Aurelio af stað með Liverpool á ný

Fabio Aurelio er byrjaður að spila á ný.
Fabio Aurelio er byrjaður að spila á ný. Reuters

Fabio Aurelio, brasilíski varnarmaðurinn, er kominn af stað með enska knattspyrnuliðinu Liverpool á nýjan leik en hann sleit hásin í leik með liðinu í apríl.

Aurelio lék fyrri hálfleikinn með varaliði Liverpool gegn Crewe í gær og komst vel frá honum en Liverpool vann leikinn, 2:1.

Ekki er talið líklegt að Aurelio komi inní leikmannahóp Liverpool fyrir leikinn gegn Portsmouth í úrvalsdeildinni á laugardaginn en hann ætti að vera tilbúinn í slaginn fljótlega eftir það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert