Parker tilbúinn í slaginn með West Ham

Scott Parker gæti leikið sinn fyrsta leik í búningi West …
Scott Parker gæti leikið sinn fyrsta leik í búningi West Ham innan tíðar. Reuters

Scott Parker, sem Eggert Magnússon og félagar hjá West Ham keyptu fyrir 7 milljónir punda af Newcastle í sumar, er loks tilbúinn til að byrja að spila með Íslendingafélaginu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Parker er að jafna sig af meiðslum í hné og hefur ekkert leikið það sem af er tímabilinu. Í gær lék hann hinsvegar 80 mínútur í æfingaleik gegn 1. deildarliði Colchester og þar með eru taldar nokkrar líkur á að hann komi inní hóp West Ham fyrir leik liðsins gegn Middlesbrough í úrvalsdeildinni um helgina.

Varnarmennirnir Calum Davenport og Christian Dailly og framherjinn Dean Ashton, sem hafa verið frá vegna meiðsla, léku einnig með West Ham í leiknum sem fór fram fyrir luktum dyrum á Upton Park og endaði 2:2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka