Rooney og Ronaldo í hópnum hjá Man.Utd

Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo eru miklir mátar.
Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo eru miklir mátar. Reuters

Félagarnir Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo eru á ný í leikmannahópi Manchester United sem mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun.

Rooney braut bein í rist í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í ágúst en hefur verið mun fljótari að jafna sig en reiknað hafði verið með. Ronaldo er laus úr þriggja leikja banni.

Aftur á móti verður Darren Fletcher ekki í hópnum hjá United á morgun þar sem hann meiddist á hné í sigurleik Skota gegn Frökkum í undankeppni EM á miðvikudagskvöldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka