Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hrósaði sínum mönnum fyrir mikinn baráttuvilja í leiknum gegn Tottenham. Arsenal lenti undir en tókst að knýja fram sigur með þremur mörkum í seinni hálfleik og eru lærisveinar Wengers á toppi úrvalsdeildarinnar.
,,Að missa Thierry Henry úr liðinu hefur hjálpað mönnum að öðlast meiri trú á sjálfum sér og við höfum byrjað tímabilið af miklum krafti. Liðið hefur sýnt mikinn styrk, það er mikil gæði í leik liðsins og menn gefast aldrei upp. Það er mikill karakter í liðinu. Ég vona bara að þetta haldr áfram á sömu nótum. Ég missti aldrei von þó svo við lentum undir. Við vorum að fá fín færi og ég vissi að það kæmi að því að við mundum nýta þau og sú varð raunin," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham var að vonum vonsvikinn en sæti hans er orðið sjóðheitt vegna lélegs árangurs liðsins á leiktíðinni. Tottenham hefur aðeins unnið af sex leikjum sínum og er í 14. sætinu með 4 stig.