Jol fær mánuð til að bjarga starfi sínu

Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham.
Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham. Reuters

Bresku blöðin greina frá því í dag að Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham fái einn mánuð til bjarga starfi sínu en lið hans hefur tapað fjórum leikjum af sex og situr í 17. sæti deildarinnar.

Tottenham, sem tapaði á heimavelli fyrir Arsenal á laugardaginn, 1:3, leikur sex leiki á næstu fjórum vikum og nái liðið ekki viðunandi árangri út úr þeim fær Hollendingurinn að taka poka sinn.

Vangaveltur um framtíð Jols hjá Tottenham hafa verið frá byrjun leiktíðarinnar en fregnir bárust af því í ágúst að stjórnendur Tottenham hefðu rætt við Juande Ramos þjálfara Sevilla með það fyrir augum að fá hann til starfa hjá Lundúnarliðinu.

Jol tók til starfa hjá Tottenham í nóvember 2004. Hann skilaði liðinu í 9. sæti í úrvalsdeildinni á fyrstu leiktíðinni en tvö síðustu tímabil hefur Lundúnarliðið hafnað í fimmta sætinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert