Kemst Derby úr botnsætinu?

Verður Michael Owen á skotskónum í kvöld.
Verður Michael Owen á skotskónum í kvöld. Reuters

Nýliðar Derby freista þess í kvöld að komast úr botnsæti úrvalsdeildarinnar þegar þeir taka á móti Newcastle á heimavelli sínum, Pride Park. Derby hefur aðeins krækt í 1 stig í fimm fyrstu leikjum sínum en Newcastle hefur 8 stig og getur blandað sér í baráttu efstu liða með sigri.

Derby verður án Craig Fagans sem tekur út fyrsta leikinn af fjórum í leikbanni og þá er Darren Moore tæpur vegna meiðsla.

Newcastle-menn vonast til þess að Michael Owen verði áfram á skotskónum en Owen skoraði þrjú mörk í tveimur landsleikjum Englendinga í síðustu viku og virðist vera að komast í sitt besta form.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert