Fabregas stendur sig best

Cesc Fabregas hefur leikið sérlega vel fyrir Arsenal á tímabilinu.
Cesc Fabregas hefur leikið sérlega vel fyrir Arsenal á tímabilinu. Reuters

Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal hefur staðið sig best allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni það sem af er samkvæmt útreikningum Actim, sem heldur utan um frammistöðu allra leikmanna í deildinni og reiknar út einkunnir þeirra fyrir hina ýmsu þætti eftir hvern leik.

Fabregas hefur farið á kostum með Lundúnarliðinu, sem trónir á toppnum með 13 stig eftir fimm leiki. Hann hefur skorað 3 mörk í úrvalsdeildinni og 5 í það heila og þá hefur hann lagt upp nokkur mörk fyrir félaga sína.

Tíu stigahæstu leikmennirnir samkvæmt Actim eru:
Cesc Fabregas Arsenal 138
Matthew Etherington West Ham 110
Nicolas Anelka Bolton 107
Frank Lampard Chelsea 107
John Utaka Portsmouth 102
Antonie Sibierski Wigan 97
Clint Dempsey Fulham 96
Kasper Schmeichel Man City 94
Fernando Torres Liverpool 94
Rio Ferdinand Man Utd 93

Enginn af Íslendingunum sem leika í úrvalsdeildinni komast á topp 100 listann í stigaútreikningum Actim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert