Gallas, Eboue og Lehmann ekki með Arsenal

William Gallas er enn frá vegna meiðsla í liði Arsenal.
William Gallas er enn frá vegna meiðsla í liði Arsenal. Reuters

Arsenal verður án William Gallas, Emmanuel Eboue og Jens Lehmanns í leiknum við Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en liðin eigast við á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal. Þrímenningarnir eru allir á sjúkralistanum, Gallas er meiddur í nára, Eboue á ökkla og Lehmann í olnboga.

Leikur Arsenal og Sevilla er einn af stórleikjum kvöldins í Meistaradeildinni. Arsenal er þrautreynt í Meistaradeildinni en liðið er að hefja 10. árið í röð í þessari mögnuðu keppni en Sevilla leikur í kvöld í fyrsta sinn í Meistaradeildinni en liðið bar sigur úr býtum í UEFA-keppninni á síðustu leiktíð og varð einnig spænskur bikarmeistari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert