Gott hjá bresku liðunum í kvöld

Cesc Fabregas skoraði fyrsta markið.
Cesc Fabregas skoraði fyrsta markið. Reuters

Bresku liðin þrjú sem þátt tóku í leikjum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld gekk vel. Rangers vann Stuttgart 2:1 í Glasgow, Manchester United sótti þrjú stig til Lissabon þar sem liðið lagði Sporting 1:0 og Arsenal vann Sevilla 3:0 í Lundúnum.

Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark Manchester United í Portúgal á 61. mínútu. Ronaldo hafði vart sést í leiknum en eftir flotta sókn United á 61. mínútu kom sending af hægri kantinum og Ronaldo kastaði sér fram og skallaði í netið.

Cesc Fabregas kom Arsenal yfir gegn Sevilla á 27. mínútu og Robin van Persie gerði annað markið á 59. mínútu. Það var svo Eduardo Da Silva sem innsiglaði sigurinn með marki á lokamínútu leiksins.

Úrslit í leikjum Meistaradeildarinnar (hálfleikstölur í sviga):
E: Barcelona - Lyon 3:0 (1:0)
Rangers - Stuttgart 2:1 (0:0)
F: Roma - Dynamo Kiev 2:0 (1:0)
Sporting Lissabon - Man. United 0:1 (0:0)
G: Fenerbache - Inter Mílanó 1:0 (1:0)
PSV Eindhoven - CSKA Moskva 2:1 (0:0)
H: Arsenal - Sevilla 3:0 (1:0)
Slavia Prag - Steaua Búkarest 2:1 (1:1)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert