Fréttavefur BBC skýrði frá því rétt í þessu að samkvæmt öruggum heimildum væri José Mourinho hættur störfum sem knattspyrnustjóri Chelsea. Hann hafi sent nokkrum helstu leikmönnum liðsins, þar á meðal fyrirliðanum John Terry, sms-skilaboð með þessum tíðindum í kvöld. Chelsea hefur ekki gefið neitt út opinberlega um málið.
Mourinho tók við liði Chelsea sumarið 2004 og undir hans stjórn varð það enskur meistari tvö ár í röð, og varð síðan bikarmeistari í vor.