Steve Coppell knattspyrnustjóri Reading segir brotthvarf Jose Mourinho frá Chelsea komi sér ekki á óvart en hann bjóst þó ekki við því að til tíðinda myndi draga í þessum efnum nokkrum dögum fyrir leik liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester United.
,,Það vissu flestir að það var ekki allt með felldu í samskiptum Mourinho og Abramovich svo maður gat alveg átt von á þessu hvenær sem er. Ég er þó svolítið hissa að þetta hafi gerst nokkrum dögum fyrir stórleikinn gegn Manchester United," segir Coppell.
Coppell segir að það verði mikill sjónarsviptir af Mourinho. ,,Þetta er mikill missir fyrir Chelsea og ensku úrvalsdeildina. Deildin hefur misst frábæran knattspyrnustjóra. Hann er afar kraftmikill og sterkur persónuleiki sem þróaði sinn stíl og hann náði frábærum árangri með liðið," segir Coppell.