Tveir leikmenn Liverpool, spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso og danski varnarmaðurinn Daniel Agger, eru ristarbrotnir og verða frá æfingum og keppni næstu fjórar til sex vikurnar.
Ian Cotton talsmaður Liverpool greindi frá því á vef félagsins að hvorugur þeirra þyrfti að fara í aðgerð en þeir komu ekkert við sögu í leik Liverpool gegn Porto í Meistaradeildinni á þriðjudag en talið er að þeir hafi orðið fyrir meiðslunum í leikjum með landsliðum sínum í síðustu viku.
Þeir koma til með að missa af deildarleikjunum gegn Birmingham, Wigan, Tottenham og Everton auk leiksins við Marseille í Meistaradeildinni sem fram fer 3. október á Anfield.