Manchester United sigraði Chelsea, 2:0, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fór á Old Trafford í dag. Carlos Tévez skoraði á lokamínútu fyrri hálfleiks og Louis Saha einni mínútu fyrir leikslok.
Chelsea var einum leikmanni færri frá og með 31. mínútu þegar John Obi Mikel miðjumaðurinn sterki var rekinn af velli fyrir brot á Patrice Evra. Strangur dómur hjá Mike Dean.
Þetta var fyrsti leikur Chelsea undir stjórn Ísraelans Avrams Grants sem tók við í vikunni af José Mourinho.
Lið Man.Utd: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Ronaldo, Scholes, Carrick, Giggs, Tevéz, Rooney.
Lið Chelsea: Cech, Ferreira, Ben-Haim, Terry, A.Cole, Makelele, Essien, Mikel, J.Cole, Shevchenko, Malouda.