Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap sinna manna gegn 1. deildarliðið Coventry, 0:2, á heimavelli í 3. umferð deildabikarkeppninnar í kvöld.
Þrátt fyrir að Ferguson hafi breytt algjörlega um byrjunarlið frá sigurleiknum gegn Chelsea á sunnudaginn þá komu sex landsliðsmenn við sögu í leiknum fyrir United þar á meðal Portúgalinn Nani og Brasilíumaðurinn Anderson sem kostuðu saman 34 milljónir punda.
,,Ég er algjörlega orðlaus yfir þessari frammistöðu liðsins. Ég átti alls ekki von á þessu en þetta var afar lélegur leikur af okkar hálfu. Við höfum hrósað þessum ungu leikmönnum okkar og því var þessi frammistaða þeirra í kvöld okkur mikið áfall," sagði Ferguson en United hefur ekki beðið lægri hlut fyrir neðri deildarliði á Old Trafford í 12 ár.